Fara í efni

Ferðalangurinn

Ef þú vilt skipuleggja ferðalag um Ísland með kortum þá er allt sem þarf til þess að finna hér fyrir neðan. Landupplýsingagáttin gefur möguleika á að raða saman kortalögum frá ýmsum stofnunum og búa til eigið landakort. Undir Landakort er að finna einfalt Íslandskort fyrir börnin þar sem þau geta merkt við áfangastaði ferðalagsins.

Í undirbúningnum er gott að skoða kortasjána sem inniheldur m.a. hæðarlínur, vegi og vatnafar, í kortasafninu er hægt að finna öll útgefin landakort Landmælinga Íslands á einum stað og í örnefnasjá má finna öll örnefni sem hafa verið skráð í gagnagrunn stofnunarinnar og þar bætast vikulega fleiri örnefni við.

 

.